Fréttir

Pantaðu tímanlega fyrir fermingarveisluna

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Fermingarveislan er stór stund í lífi fermingarbarnsins og fjölskyldunnar. Það er dagur sem á að vera fullur af gleði, samveru og góðum veitingum. Til að tryggja að allt gangi snurðulaust fyrir sig er mikilvægt að skipuleggja veitingarnar tímanlega og panta þær með fyrirvara. Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar veislan er skipulögð og með því að panta veitingarnar tímanlega er hægt að minnka álagið og njóta dagsins betur. Tertugalleríið býður upp á fjölbreytt úrval af veitingum fyrir fermingarveislur, allt frá glæsilegum tertum og kökum til brakandi ferskra brauðrétta og smárétta. Til að vera viss um að...

Lestu meira →

Opnunartímar yfir páska og fermingartímabilið 2025

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Afgreiðslutímar Tertugallerís yfir fermingartímabilið og páskana 2025 eru eftirfarandi: (pantanir í vefverslun tekur mið af þessum breyttum tímum): Sunnudagurinn 13. apríl (Pálmasunnudagur) | Opið 9:00-12:00 Fimmtudagurinn 17. apríl (Skírdagur) | Opið 9:00-12:00 Föstudagurinn 17. apríl (Föstudagurinn langi) | Lokað Sunnudagurinn 20. apríl (Páskadagur) | Lokað Mánudagurinn 21. apríl (Annar í páskum) | Opið 9:00-12:00 Fimmtudagurinn 24. apríl (Sumardagurinn fyrsti) | Opið 9:00-12:00 Aðrir dagar eru með hefðbundin opnunartíma.

Lestu meira →

Mini-hamborgarakartöflubrauð á veisluborðið þitt!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Ef þú ert að leita að fullkominni viðbót við veisluborðið, þá eru Mini hamborgarakartöflubrauðin frá Tertugalleríinu frábær kostur sem slær í gegn hjá gestum. Þessi litlu brauð eru ekki aðeins mjúk og bragðgóð, heldur henta í ótal mismunandi veitingar. Mini hamborgarakartöflubrauð gera litla hamborgarann þinn krúttlegan og einstaklega bragðgóðan og er frábær kostur þegar kemur að undirbúningi veitinga fyrir veislur. Þessi litlu hamborgarakartöflubrauð eru þéttari og mýkri brauð og töfra fram eiginleika íslensku kartöflunnar. Hamborgarakartöflubrauðin eru einstaklega mjúk og bragðgóð og haldast fersk lengur en hefðbundin hamborgarabrauð. Það sem gerir þau að enn betri kost er fjölhæfni þeirra; þau eru...

Lestu meira →

Bjóddu upp á ljúffengar veitingar á Bóndadeginum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Bóndadagurinn er á föstudaginn og vissara fyrir eiginmenn, eiginkonur, kærasta og kærustur að hefja þegar undirbúning. Á þessum fyrsta degi þorra hefur orðið til sá skemmtilegi siður að gefa bónda sínum blóm og gera vel við hann með mat og drykk. Bóndadagur nefnist fyrsti dagur þorra og þekkist það nafn frá því á miðri 19. öld. Takmarkaðar heimildir eru til um þennan dag og siði honum tengdum og því erfitt að ráða í aldur hans og hverju hann tengdist. Af þeim fáu heimildum sem til eru þá er þó ljóst af frásögnum af siðum honum tengdum að hér hafi verið...

Lestu meira →

Sæt gjöf sem gleður

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Að velja réttu gjöfina getur oft verið áskorun, en ef þú vilt gefa eitthvað sem er ljúffengt þá er gjafakort frá Tertugalleríinu alltaf góð hugmynd. Gjafakortið gefur handhafa frelsi til að velja sína uppáhalds veisluveigar, hvort sem um ræðir klassíska súkkulaðitertu, marengsbombu, ljúffeng smástykki eða brauðtertu. Gjafakortið hentar fyrir hvaða tilefni sem er. Hvort sem tilefnið er afmæli, brúðkaup, ferming eða einfaldlega til að gleðja ástvini er þetta gjöf sem alltaf er hægt að nýta. Það er líka frábær hugmynd fyrir fyrirtæki sem vilja gleðja starfsfólk eða viðskiptavini með bragðgóðri sælkeraupplifun. Það besta við gjafakortið frá Tertugalleríinu er hversu einfalt...

Lestu meira →