Fáðu þér bleikar veitingar í október
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þó alltaf sé tilefni að fá sér bleika tertu er það alveg upplagt í bleikum október. Við hjá Tertugalleríinu erum með sérstaklega bleikar veitingar á boðstólnum í október eins og bleika kleinuhringi og fjórar tegundir af bleikum tertum. Terturnar eru með ljúffengum súkkulaðibotni og gómsætu bleiku kremi. Allar terturnar eru með mynd og er hún prentuð á gæða marsípan. Hafðu í huga að textinn á myndunum ,,Bleika tertan þín'' er einungis sýnishorn af mynd. Taktu mynd eða finndu hana í safninu þínu og sendu hana inn þegar þú pantar.
Sláðu í gegn og bjóddu samstarfsfélögunum eða saumaklúbbnum upp á bleikar veitingar í október. Skoðaðu allar okkar bleiku veitingar hér!
Pantaðu tímanlega
Allar terturnar frá Tertugallerí eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur er alla jafna kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klukkustund er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta hana í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.
Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi:
Virkir dagar kl. 8-14
Laugardagar kl. 9-12
Sunnudagar kl. 9-12