Fáðu þér Hrekkjavökuveitingar frá Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Við hjá Tertugalleríinu verðum með sérstakar veitingar fyrir Hrekkjavökuna sem er næstu helgi en um er að ræða þrjár tegundir af óhugnarlega góðum súkkulaðitertum ásamt ljúffengum bollakökum. Terturnar eru allar með súkkulaðibotni og ljúffengu appelsínugulu smjörkremi. Hægt er að fá Hrekkjavökutertu með nammi og mynd, Hrekkjavökutertu með lakkrís og mynd og síðan Hrekkjavökutertu með texta og fjórum litlum myndum. Hrekkjavökubollakökurnar eru með appelsínugulu smjörkremi og mynd en þú getur skoðað allar Hrekkjavökuveitingarnar okkar hér!
Hrekkjavaka er tilvalið tækifæri til þess að klæða sig upp og skemmta sér konunglega með vinum og vandamönnum og því er alveg upplagt að bragða sér á gómsætum veitingum í takt við það. Auðveldaðu þér fyrirhöfnina á Hrekkjavökuveislunni og pantaðu veitingarnar frá Tertugallerí.
Pantaðu tímanlega
Allar terturnar frá Tertugallerí eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur er alla jafna kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klukkustund er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta hana í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.
Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi:
Virkir dagar kl. 8-14
Laugardagar kl. 9-12
Sunnudagar kl. 9-12